Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Afhenti trúnaðarbréf í Varsjá

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands, afhenti Bronislaw Komorowski, forseta Póllands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Póllandi með aðsetur í Berlín, þann 20. janúar sl. Að athöfn lokinni ræddi sendiherra við forsetann um samskipti ríkjanna og þakkaði fyrir aðstoð og velvilja sem Pólland hefði sýnt Íslandi á erfiðum tímum. Þá ræddu þeir aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu en Pólverjar taka við formennsku í leiðtogaráði ESB 1. júlí 2011.

Sendiherra átti jafnframt fundi með pólskum embættismönnum og ræddi m.a. um Evrópumál og samstarf ríkjanna á því sviði við varautanríkisráðherra Póllands, frú Grazyna Bernatowicz.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta