Gengið til viðræðna við Reykjanesbæ um kaup á jarðhitaréttindum
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um kaup á jarðhitaréttindum þeim sem HS-Orka nýtir vegna Reykjanesvirkjunar samkvæmt leigusamningi við sveitarfélagið. Reykjanesbær hafði sent forsætisráðherra erindi þessa efnis í síðustu viku. Fjármálaráðuneytið mun leiða viðræðurnar fyrir hönd ríkisins í samráði við forsætisráðuneytið.