Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samstarfshópur um framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

Umhverfisráðuneytið hefur skipað samstarfshóp sex ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að hafa umsjón með framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Hópurinn á einnig að skila umhverfisráðherra skýrslum um frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og veita honum ráðgjöf.

Samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum verður dregið úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020 með áherslu á eftirfarandi tíu lykilaðgerðir:

  1. Innleiðing viðskiptakerfis með losunarheimildir.
  2. Kolefnisgjald.
  3. Breytt kerfi skatta og gjalda á bíla og eldsneyti.
  4. Notkun ríkis og sveitarfélaga á sparneytnum og vistvænum ökutækjum.
  5. Efling göngu, hjólreiða og almenningssamgangna sem valkosts í samgöngum.
  6. Notkun lífeldsneytis á fiskiskipaflotanum.
  7. Rafvæðing fiskimjölsverksmiðja.
  8. Aukin skógrækt og landgræðsla.
  9. Endurheimt votlendis.
  10. Efldar rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum. 

Samstarfshópur um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar er þannig skipaður:

  • Hugi Ólafsson, formaður, umhverfisráðuneyti,
  • Angantýr Einarsson, skrifstofustjóri, tilnefndur af fjármálaráðuneyti,
  • Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstjóri, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Helga Barðadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af iðnaðarráðuneyti,
  • Sigrún Ólafsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af forsætisráðuneyti,
  • Valgerður Guðmundsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti og
  • Þorsteinn Tómasson, skrifstofustjóri, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Frétt frá 10.11.2010 um samþykkt aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta