Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2011 Innviðaráðuneytið

Þörf fyrir olíu sem eldsneyti minnki um 40-50% til 2050

Í drögum að hvítbók Evrópusambandsins um hina sameiginlegu samgöngustefnu til 2050 er stefnt að að því að notkun kolefnaeldsneytis sem orkugjafa í samgöngum minnki um 40-50%. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórnin setji á næstunni fram hugmyndir að markmiðum fyrir árið 2030.

Þetta kemur fram í bréfi frá samgönguráðherra ESB, Siim Kallas. Framkvæmdastjórnin stefnir að því að borgarsamgöngur verði algerlega án notkunar kolefnaeldsneytis árið 2050. Jafnframt er stefnt að því að árið 2050 verði varningur sem þarf að fara yfir 300 km vegalengd fluttur á járnbrautum og skipgengum vatnaleiðum sem og flestir farþegar sem ferðast milli 300 og 1000 km. Rétt er að geta þess að markmiðin eru ekki endanleg og gætu breyst áður en hvítbókin verður kynnt formlega. Ætlunin er að leggja fram hugmyndir að valkostum í orkugjöfum og að þannig verði þeim sem taka ákvarðanir um fjárfestingar í þessum efnum veitt skýr stefna til að starfa eftir.

Breyting á samgöngumáta verði einfölduð og auðvelduð með bættum samskiptum í gegnum farsíma, rafræna farseðlaútgáfu og fleira. Það sama á við um vöruflutninga en stefnt er að rafrænni tollafgreiðslu árið 2020 og frá þeim tíma munu reglur veita umhverfisvænum flutningsmátum forskot á sama hátt og skattastefna veitir þeim forskot sem losa minni gróðurhúsalofttegundir. Þá má nefna að framkvæmdastjórnin hefur í hyggju að stuðla að frekari samvinnu opinberra aðila og einkaaðila.

Núverandi tillögur til breytinga eurovignette tilskipuninni gerir ríkjum auðveldara að innheimta ýmsan óbeinan kostnað af vöruflutningabílum, svo sem eins og fyrir umhverfisáhrif. Gjald í framtíðinni fyrir notkun innviða gætu  ekki bara haft áhrif á vöruflutningabíla heldur einnig á einkabíla.

Nánar má lesa um þetta í 4120-hefti Europolitics.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta