Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2011 Matvælaráðuneytið

Auknar heimildir til loðnuveiða

Nr. 3/2011

Auknar heimildir til loðnuveiða

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða. Aukningin nemur alls 125 þúsund tonnum en 19. nóvember síðastliðinn heimilaði ráðherra 200 þúsund tonna veiði þannig að samtals nema veiðiheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs 325 þúsund tonnum. Þar af fara nú um 23.500 þúsund tonn til erlendra skipa samkvæmt milliríkjasamningum en liðlega 100 þúsund tonn til íslenskra loðnuveiðiskipa.

Heildarhlutdeild erlendra skipa í loðnuveiði í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2011 er um 73 þúsund tonn en 252 þúsund tonn fara til íslenskra loðnuveiðiskipa.

Ákvörðun um aukningu loðnuheimilda nú byggir á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar.

rgj_lodnuveidar_isl_skipa_260111

rgj_lodnuveidar_erl_skipa_260111

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta