Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2011 Matvælaráðuneytið

Tækniþróunarsjóður veitir 720 milljónum króna til nýsköpunar

 

Rannís og iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynna úthlutun Tækniþróunarsjóðs 2010 á 720 milljónum króna til nýsköpunarverkefna, föstudaginn 28. janúar kl. 15-17. Umsóknarfrestir eru tveir á ári, í febrúar og september, og lauk síðari úthlutun í lok desember. Kynningin verður haldin í Kími, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar í Vatnagörðum, gagngert í þeim tilgangi að benda á að nýsköpun og rekstur sprotafyrirtækja er margþætt ferli og þar geta gestir kynnt sér hvernig stoðkerfi nýsköpunar er að skila fínum árangri. Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir ávarpar fundinn og mun m.a. kynna nýtt merki sjóðsins, en í framtíðinni munu styrkþegar hans birta merkið á vefsíðu sinni. Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands mun stýra kynningarfundinum.

Fréttatilkynning um úthlutunina

Auglýsing og dagskrá

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta