Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2011 Matvælaráðuneytið

Fyrsta úthlutun til klasaverkefna sem Vaxtarsamningur Suðurnesja veitir - 15 frumkvöðlar fá styrki

Á meðfylgjandi mynd eru auk ráðherra stjórnarmenn og starfsmenn Vaxtarsamnings Suðurnesja, talið frá vinstri: Hjálmar Árnason, Gunnar Tómasson, Bergdís Sigurðardóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Elvar Knút
Á meðfylgjandi mynd eru auk ráðherra stjórnarmenn og starfsmenn Vaxtarsamnings Suðurnesja, talið frá vinstri: Hjálmar Árnason, Gunnar Tómasson, Bergdís Sigurðardóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Elvar Knút

Vaxtarsamningarnir byggja á þeirri trú að rannsóknir, þróun og nýsköpun sé lykillinn að því að skapa ný og fjölbreytt störf. Það kom berlega í ljós við úthlutun fyrstu styrkjanna sem Vaxtarsamningur Suðurnesja veitir að það er enginn hörgull frumkvæði og snjöllum hugmyndum á Suðurnesjum. Alls voru veittar 25,3 milljónir króna til 15 verkefna og voru styrkupphæðirnar frá 500 þús. til 3,5 milljóna. Verkefnin voru fjölbreytt og af margvíslegum toga, allt frá fiskiskipum til heilsukodda.

Vaxtarsamningar voru innleiddir sem atvinnuþróunartæki hjá iðnaðarráðuneytinu árið 2005 og eru mikilvægur þáttur í aðgerðum stjórnvalda enda er markmiðið með þeim að hvetja til nýsköpunar, og markvissrar atvinnuþróunar.

Byggt er á kenningum Portes um klasasamstarf þar sem skyldir aðilar geta styrkt hvorn annan með því að leggja saman þekkingu sína og reynslu, jafnvel þótt þeir séu í samkeppni að öðru leyti. Vaxtarsamningarnir leggja því áherslu á samstarf fyrirtækja og frumkvöðla við háskóla - einkum háskólaransóknir og jafnframt samstarf við hið opinbera stuðningskerfi eins og tækniransóknir Nýsköpunamiðstöðvar Íslands eða MATÍS.

Vaxtarsamningarnir byggjast á stefnumótun heimamanna enda vita heimamenn best hvar tækifæri þeirra til atvinnusóknar liggja og hvernig best er að ná þeim árngri sem að er stefnt. Vaxtarsamningarnir byggja þannig á forsendum heimamanna, sem um leið taka á sig ábyrgð á framkvæmd samningsins og þeim árangri sem af honum hlýst.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta