Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2011 Matvælaráðuneytið

Ferðaþjónustuaðilar og sérfræðingar í sjúkraþjálfun slá saman í baráttunni gegn bakverkjum!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Möguleikar heilsutengdrar ferðaþjónustu eru álíka margir og eyjarnar í Breiðafirði!

„Why not treat your backpain in spectacular surroundings“ er yfirskriftin á frumkvöðlaverkefni í heilsutengdri ferðaþjónustu þar sem saman koma aðilar úr ferðaþjónustunni og heilbrigðisgeiranum.

Markhópurinn er gríðarstór, fólk í Vestur Evrópu (Ísland meðtalið) og Bandaríkjunum sem þjáist af þreytu og verkjum í baki. Viðskiptahugmyndin gengur út á námskeið sem samanstendur af hreyfigreiningu, þjálfun og afþreyingu. Með nákvæmu hreyfigreiningartæki, sem íslenskir vísindamenn hafa þróað, er hægt að finna veikleika hvers og eins og setja saman einstaklingsmiðaða þjálfunar- og æfingaáætlun í framhaldinu. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar, til að mynda dans og sérhæfðar liðleika- og styrktaræfingar í vatni. Að baki hreyfigreiningunni er hugmyndafræði sem hægt er að beita á margvísleg stoðkerfisvandamál. Námskeið, sem þetta, getur farið fram hvar sem er á landinu og hvenær sem er.

Fyrsta námskeiðið verður haldið að Hótel Hamri í maí. Þá gefst íslenskum golfurum kostur á að fá lausn á bakvandamálum sínum um leið og þeir spila golf, fara á jökul og njóta góðra veitinga og gestrisni í fallegu umhverfi Hótels Hamars fyrir utan Borgarnes.

Framundan er markaðssetning á námskeiðunum bæði erlendis og hér á Íslandi, t.d. á ráðstefnum og sýningum erlendis og í erlendum tengslanetum ferðaþjónstufyrirtækjanna. Einnig verða námskeiðin markaðssett beint til viðkomanda markhópa í hvert sinn, t.d. innan Golfhreyfingarinnar þetta fyrsta námskeið.

Verkefnið fékk nýlega hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra  2010 í heilsutengdri ferðaþjónustu. Það er enginn vafi á því að það á eftir að styrkja enn frekar þessa stoð í ferðaþjónustu á Íslandi, efla þá ferðaþjónustu sem fyrir er á landsvísu og ekki síst vera öflugur aðili að heilsutengdri ferðaþjónustu.

Að þessu námskeiði standa Einar Einarsson sjúkraþjálfari MSc, MTC., Gauti Grétarsson MTC, Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari Ph.D., MTC, afþreyingarfyrirtækið Fjallamenn ehf. og Icelandair Hótel Hamar. Allt sérfræðingar hver á sínu sviði, þ.e. sérfræðingar á sviði hreyfigreiningar og þjálfunar í stoðkerfisvandamálum og sérfræðingar í ferðaþjónustu.

Ef óskað er fyllri upplýsinga þá hikið ekki við að hafa samband:

Anna Vilborg,
Talsmaður verkefnisins 
821 8268 

Þórir Hrafnsson
Upplýsingafulltrúi iðnaðarráðuneytisins
865 2680
[email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta