Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2011 Matvælaráðuneytið

Staða verkefnisstjóra AVS rannsóknasjóðs

AVS rannsóknasjóður starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og tók hann til starfa í ársbyrjun 2003. Yfir sjóðnum er sérstök stjórn. Strax í upphafi var lögð mikil áhersla á að sjóðurinn væri faglegur samkeppnissjóður og að gagnsæi væri í starfsemi hans auk þess sem byggt var upp gott samstarf við sjávarútveginn og tengdar greinar. Veittir eru styrkir úr sjóðnum til rannsóknaverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar tillögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um styrki til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.

  Meðal helstu verkefna

  •  Samskipti, leiðbeiningar og þjónusta við stjórn sjóðsins.
  • Samskipti og leiðbeiningar til umsækjenda.
  • Móttaka, úrvinnsla og utanumhald styrkumsókna ásamt eftirliti með framgangi styrktra verkefna. Notast er við sérstakt skráningarkerfi sem sérstaklega hefur verið þróað fyrir sjóðinn. Kerfið gerir kleift að taka saman heildstæðar upplýsingar um allar umsóknir, verkefni og stöðu þeirra.
  • Samskipti, leiðbeiningar og þjónusta við faghópa.
  • Umsjón með heimasíðu sjóðsins og skjala- og gagnavistunarkerfi.
  • Útgáfa rafræns fréttabréfs.
  •  Gerð ársskýrslu.

Hæfnis- og menntunarkröfur

  •  Háskólapróf á sviði sjávarútvegs, náttúruvísinda eða á öðrum sviðum sem nýtast í starfi.
  • Góð tölvuþekking og fjölbreytt reynsla af vinnu við ýmis tölvukerfi.
  • Mjög gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli og hæfni til að tjá sig í rituðu máli.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Frumkvæði ásamt hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð og sveigjanleiki.
  •  Þekking á sviði rannsókna og nýsköpunar er kostur.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í síma 545 8300. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið [email protected]  

Umsóknir skal senda til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Í umsókn skulu vera ítarlegar upplýsingar um menntun og fyrri störf, meðmælendur og fleira sem máli kann að skipta við ráðningu í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2011.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu hans www.avs.is

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta