Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fundur um mengun hafsins, súrnun og verndarsvæði

Skýrsla Ospar
Lífríki hafsins er fjölbreytt

Umhverfisráðuneytið boðar til opins kynningarfundar um  helstu niðurstöður nýrrar skýrslu OSPAR um ástand Norð-Austur Atlantshafsins. Flutt verða erindi um ástand hafsins kringum Ísland, mengun, súrnun og fyrirhuguð verndarsvæði OSPAR. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, föstudaginn 4. febrúar kl. 12:00-13:00.

Erindi:

  • Mengandi efni í hafinu umhverfis Ísland - niðurstöður ástandsskýrslu OSPAR. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun.
  • Súrnun hafsins umhverfis Ísland - þróun síðustu ára og horfur. Jón Ólafsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.
  • Stofnun verndarsvæða á hafsvæðum OSPAR. Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.

Skýrsla OSPAR um ástand Norð-Austur Atlantshafsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta