Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2011 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Fjórir nýir skrifstofustjórar í innanríkisráðuneytinu

Fjórir nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir í innanríkisráðuneytinu til viðbótar þeim tveimur sem skipaðir voru um áramótin þegar ráðuneytið tók til starfa.

Nýju skrifstofustjórarnir eru: Bryndís Helgadóttir á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu, Hermann Sæmundsson á skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga, Ingilín Kristmannsdóttir á skrifstofu stefnumótunar og þróunar og Sigurbergur Björnsson á skrifstofu innviða. Alls sóttu 39 um embættin sem auglýst voru laus til umsóknar 23. desember sl.

Um áramótin voru skipuð skrifstofustjórar þau Jón Magnússon á skrifstofu fjármála og rekstrar og Þórunn J. Hafstein á skrifstofu almannaöryggis.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta