Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Í framtíðinni munu leikir byggja á því sem MindGames býður í dag - beislun hugarorkunnar!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Íslenska sprotafyrirtækið MindGames er sannkallaðu frumkvöðull á alþjóðavísu í hönnun og upphugsun á leikjum og forritum sem byggja á því að virkja heilabylgjur notenda.

MindGames varð í desember fyrst fyrirtækja í heiminum til að selja iPhone forrit sem nýtir hugarorku notandans og nefnist Tug of Mind. Í sama mánuði hlaut fyrirtækið styrki frá Tækniþróunarsjóði og Iðnaðarráðuneytinu og það var jafnframt tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir leikinn Gods and Mortals sem er fyrsti fjölspilunar-tölvuleikurinn  á Facebook sem stjórnað er með hugaraflinu einu saman.

Heilastýrðir leikir eru algjör nýjung á leikjamarkaðnum og urðu ekki raunhæfir fyrr en fyrsta heilabylgjutólið birtist á markaði árið 2009. Þó slík tól séu glæný á neytendamarkaði, byggir tæknin á heilarafritum sem notaðir eru í læknisfræði og hafa mælt rafbylgjur heilans síðan 1924. Þessi þróun á leik og hönnun hefur vakið mikla athygli erlendis og gefur ákveðnar vísbendingar um það sem koma skal í heimi tölvuleikjanna, sem og víðar. 

Hugþjálfun með þessum hætti er allt annars eðlis en hinir hefðbundnu þrauta- og minnisleikir sem fólk hefur kynnst hingað til. Þjálfun sú sem MindGames hefur einna mest horft til fram að þessu snertir sérstaklega slökunar- og einbeitingareiginleika notandans, sem nýtist ekki síst við vinnu og gegn streitu. Stýrum lífinu af viti!

Skoðaðu nánar á  http://mindgames.is

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta