Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2011 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Liðlega 100 manns á forstöðumannafundi innanríkisráðuneytis

Ríflega 100 manns sátu fund forstöðumanna stofnana sem heyra undir innanríkisráðuneytið  sem haldinn var í gær en þær eru alls rúmlega 60. Á fundinum var hið nýja ráðuneyti kynnt, nýtt skipurit og skrifstofustjórar ráðuneytisins.

Forstöðumannafundur innanríkisráðuneytis 3. febrúar 2011
Forstöðumannafundur innanríkisráðuneytis 3. febrúar 2011

Fundurinn hófst með ávarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisrsáðherra þar sem hann fór nokkrum orðum um hið nýja ráðuneyti og tilgang með sameiningunni.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri kynnti nýtt skipurit ráðuneytisins og um leið nýja skrifstofustjóra. Skrifstofurnar eru sex: Skrifstofa almannaöryggis, skrifstofustjóri Þórunn J. Hafstein, skrifstofa mannréttinda og sveitarfélaga, skrifstofustjóri Hermann Sæmundsson, skrifstofa innviða, skrifstofustjóri Sigurbergur Björnsson, skrifstofa stefnumótunar og þróunar, skrifstofustjóri Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofa fjármála og rekstrar, skrifstofustjóri Jón Magnússon og skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu, skrifstofustjóri Bryndís Helgadóttir.

Forstöðumannafundur innanríkisráðuneytis 3. febrúar 2011

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri greindi frá helsu staðreyndum í starfsemi Vegagerðarinnar og sagði hið nýja ráðuneyti veita tækifæri til breytinga til dæmis er varðaði löggæslu- og umferðarmál.

Forstöðumannafundur innanríkisráðuneytis 3. febrúar 2011Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði að líka mætti sameiningunni við samband sem hefði einkennst af fjarbúð en nú væri sambúð orðin staðreynd.

Undir lok fundar voru síðan umræður.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta