Mid Atlantic 2011 ferðakaupstefnan
Rástefnan er á vegum Icelandair og er markmið hennar að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Kaupstefnan er árlegur lykilviðburður í ferðaþjónustunni og haldin til að viðhalda og auka ferðamannastraum til Íslands.
Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra heimsótti að sjálfsögðu kaupstefnuna og gekk með þeim Birki Hólm Guðnasyni, forstjóra Icelandair og Svanhildi Konráðsdóttur, formanni Ferðamálaráðs um svæðið og ræddi við þátttakendur.