Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Eins og að vinna risapottinn í lottói þjóðanna á hverjum degi!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Orkan í fallvötnum og iðrum Íslands er ómetanleg náttúruauðlind og það sem gerir hana svo óendanlega dýrmæta er að hún er endurnýjanleg og umhverfisvæn.

Það skiptir miklu að breið samstaða náist meðal þjóðarinnar um það hvernig við göngum best um þessar náttúruauðlindir okkar og tökum þá bæði tillit til nýtingar og náttúruverndar.  Drög að Orkustefnu fyrir Ísland hafa legið frammi til umsagnar um nokkurn tíma og hafa þegar borist á annan tug umsagna.

Vegna fjölda áskoranna þar um höfum við framlengt umsagnarfrestinn til og með 20. febrúar.

Orkustefnan liggur frammi á vefsvæðinu www.orkustefna.is

Í drögunum að nýrri orkustefnu er m.a. fjallað um hvernig mæta megi orkuþörf landsins með öruggum hætti, hvernig hægt sé að tryggja að þjóðin njóti arðs af orkuauðlindum sínum, hámörkun þjóðhagslegrar hagkvæmni við orkuvinnslu og hvernig draga megi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Orkusparnaður, loftslagsmál og samspil ofangreindra þátta við sjálfbæra þróun leika einnig veigamikið hlutverk í umfjölluninni.

Ekki hefur áður verið sett fram slík heildstæð stefna er tekur á flestum þeim þáttum er varða orkumál þjóðarinnar og er það von okkar að sem flestir kynni sér hana og komi með athugasemdir sýnist þeim svo.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta