Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðunnar - fræðsluseturs

Föstudaginn 28. janúar s.l. undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar-fræðsluseturs,  þjónustusamning milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðunnar-fræðsluseturs.

Þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðunnar 2011
Þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðunnar 2011

Föstudaginn 28. janúar s.l. undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar-fræðsluseturs,  þjónustusamning milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðunnar-fræðsluseturs. Samningurinn tekur til umsýslu sveinsprófa, umsýslu, skráningar og eftirlits með samningum um vinnustaðanám auk framkvæmdar annarra lokaprófa svo sem fagprófa í iðngreinum.

Þjónustusamningurinn nær til bíliðngreina, bygginga- og mannvirkjagreina, hönnunar- og handverksgreina, matvæla- og veitingagreina, málm- og véltæknigreina, snyrtigreina og upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur átt samstarf við fræðslumiðstöðvar iðnaðarmanna um framangreind verkefni frá árinu 1997 og hefur það gefið góða raun.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2011 til ársloka 2013.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta