Þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðunnar - fræðsluseturs
Föstudaginn 28. janúar s.l. undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar-fræðsluseturs, þjónustusamning milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðunnar-fræðsluseturs.
Föstudaginn 28. janúar s.l. undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar-fræðsluseturs, þjónustusamning milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðunnar-fræðsluseturs. Samningurinn tekur til umsýslu sveinsprófa, umsýslu, skráningar og eftirlits með samningum um vinnustaðanám auk framkvæmdar annarra lokaprófa svo sem fagprófa í iðngreinum.
Þjónustusamningurinn nær til bíliðngreina, bygginga- og mannvirkjagreina, hönnunar- og handverksgreina, matvæla- og veitingagreina, málm- og véltæknigreina, snyrtigreina og upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur átt samstarf við fræðslumiðstöðvar iðnaðarmanna um framangreind verkefni frá árinu 1997 og hefur það gefið góða raun.
Samningurinn gildir frá 1. janúar 2011 til ársloka 2013.