Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2011 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Aukinn stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna

Tillaga mennta- og menningarmálaráðherra um 10 m.kr. aukafjárveitingu vegna Nýsköpunarsjóðs námsmanna var samþykkt á fundi ríkistjórnar Íslands í gær.

Tillaga mennta- og menningarmálaráðherra um 10 m.kr. aukafjárveitingu vegna Nýsköpunarsjóðs námsmanna var samþykkt á fundi ríkistjórnar Íslands í gær 8. febrúar. Er fjárveitingunni ætlað að gera stofnunum ríkissins kleift að greiða mótframlög vegna verkefna sem sem hljóta styrk frá sjóðnum.
Markmið Nýsköpunarsjóðs námsmanna er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins. Fjölmörg verkefni sem unnin hafa verið með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna hafa verið fyrstu skrefin  í stórum nýsköpunarverkefnum og hafa því á endanum gefið meira af sér til samfélagsins en lagt var í þau.
Með samþykkt fjárlaga 2011 var aukinn stuðningur mennta- og menningarmálaráðuneytis við sjóðinn festur í sessi. Var fjárveiting á fjárlögum þá hækkuð um 30 m.kr., úr 20 m.kr. í 50 m.kr. Auk mennta- og menningarmálaráðuneytis leggur Reykjavíkurborg sjóðnum til 30 m.kr. á þessu ári. Hefur sjóðurinn því 80 m.kr. til úthlutunar árið 2011. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum rennur út 7. mars nk. og er allar frekari upplýsingar að finna á vef Rannís.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta