Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Íslensk matvæli á rússneskan lúxusvörumarkað

Prodexpo-Moskva-feb-2011Mikil áhersla er lögð á að koma íslenskum matvælum inn á ört vaxandi lúxusvörumarkað í Rússlandi. Í þessari viku hafa íslensk fyrirtæki tekið þátt í einni af stærstu kaupstefnum matvæla í Rússlandi, Prodexpo 2011. Kaupstefnan stendur alla þessa viku og hefur verið mjög annasamt í íslensku sölu- og kynningardeildinni.

Fjöldi veigamikilla kaupenda matvöru, þar á meðal frá helstu matvörukeðjum og hágæðaverslunum Rússlands hefur átt fundi með íslensku seljendunum, sem eru vongóðir um að íslenskar afurðir, ekki síst lambakjöt, komist í hillur þeirra verslana, sem þekktastar eru fyrir úrvalsvarning og á borð veitingastaða, sem sóttir eru af hinum efnameiri í landinu. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, og Guðmundur Ingason, forstjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Iceland Prima, hafa kynnt vörur sínar á kaupstefnunni í þessari viku.  

Það þarf sérkunnáttu og liðsinni rússneskumælandi til að komast inn á þennan vaxandi og kröfuharða markað. Á kaupstefnunni hafa starfað með þeim Steinþóri, Ágústi og Guðmundi, þær Natalia Yukhnovskaya, ráðgjafi hjá Iceland Prima, og Ilona Vaselieva, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Moskvu, en Steinþór Skúlason segir það hafa verið mikinn stuðning að sækja til sendiráðsins við undirbúning og þátttöku í þessari veigamiklu kaupstefnu.

Meðfylgjandi mynd er úr íslensku deildinni á Prodexpo í Moskvu. Frá vinstri: Steinþór Skúlason, Guðmundur Ingason, Natalia Yukhnovskaya, Bjarni Sigtryggsson, sendiráðunautur, Ilona Vaselieva, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, og Ágúst Andrésson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta