Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Invictus veiðihjólin eru afrakstur mikillar þróunarvinnu og ástríðu á fluguveiði

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

Ástríða á fluguveiði er grunnurinn að frumkvöðlafyrirtækinu Einarsson Fly fishing á Ísafirði. Fyrirtækið hefur um nokkurra missera skeið framleitt hágæða veiðihjól og rekið verslun vestur á Ísafirði. Að baki fyrirtækinu er skýr hugmyndafræði sem gengur út á framúrskarandi gæði og virðingu fyrir náttúrunni, veiðmennskunni og viðskiptavininum.  Má í þessu sambandi nefna að 1% af tekjum fyrirtækisins renna til umhverfismála.

Í apríl kynnir fyrirtækið nýja línu af veiðihjólum INVICTUS (latína og stendur fyrir ósigrandi) þar sem byggt er á nýrri bremsutækni sem verið er að fá einkaleyfi fyrir. Gír er á milli spólu og bremsukerfis sem jafnar út átakið og lágmarkar þannig rykki og snögg átök. Nýja Invictus hjólið er afrakstur þriggja ára þróunnarvinnu og er niðurstaðan ný og byltingarkennd tækni í bremsukerfi fluguveiðihjóla sem hefur vakið athygli víða um heim. Þessi nýja bremsutækni var hönnuð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Ísland með styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís.

Öll veiðihjól frá Einarsson eru smíðuð frá grunni á Ísafirði og markmiðið er skýrt – að í gæðum og endingu standist hjólin allan samjöfnuð við þau veiðihjól sem teljast best á markaðnum. Ólæknandi veiðiáhugi og takmarkalaus metnaður þeirra sem standa að fyrirtækinu eru galdurinn að baki velgengni fyrirtækisins í framtíðinni.

Það er vel þess virði að kynna sér Invictus veiðihjólin og fyrirtækið að baki þeim - sérstaklega fyrir þá sem ætla sér að krækja í þann stóra næsta sumar.
www.einarsson.com/reels/invictus

Einarsson veiðihjól

 

 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta