Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Opinn kynningarfundur um neysluviðmið

Opinn kynningarfundur um neysluviðmið verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 12. febrúar. Þar verður einnig kynnt vefreiknivél sem gerir fólki kleift að máta sig að neysluviðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður og fá gestir tækifæri til að prófa hana.

Að fundinum standa velferðarráðuneytið, Rannsóknaþjónusta Háskólans í Reykjavík og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands.

Fundurinn hefst kl. 13.00 í salnum Antares í Háskólanum í Reykjavík við Nauthólsvík. Hann er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Vinna við gerð neysluviðmiðanna hófst í júní 2010. Félags- og tryggingamálaráðuneytið setti á fót stýrihóp um verkefnið, skipuðum fulltrúum frá ráðuneytinu, Umboðsmanni skuldara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Rannsóknaþjónustu Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands var falið að vinna þá rannsókn sem skýrslan byggist á og var sú vinna í höndum sérfræðinganna Jóns Þórs Sturlusonar, Háskólanum í Reykjavík, Guðnýjar Bjarkar Eydal, Háskóla Íslands, og Andrésar Júlíusar Ólafssonar verkefnisstjóra.

 Nánari upplýsingar

 

 

 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta