Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS í apríl

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun fjalla um fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á fundi sínum í apríl næstkomandi. Þetta kom fram í tilkynningu sem sendinefnd AGS á Íslandi gaf út í dag. Sendinefnd AGS hefur verið hér á landi síðustu tvær vikur og ráðfært sig við fulltrúa ráðuneyta, ríkisstofnana, þings, aðila vinnumarkaðarins, háskóla og einkaaðila.

„Íslensk stjórnvöld og sendinefnd AGS hafa átt gagnlegar umræður um fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunarinnar,“ sagði Julie Kozack, formaður sendinefndarinnar, að lokinni heimsókn. „Hagkerfi Íslands er að ná sér. Árið 2011 verður hagvöxtur jákvæður í fyrsta sinn síðan kreppan skall á, þrátt fyrir að enn sé óvissa um umfang fjárfestingar og einkaneyslu. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði áfram nálægt markmiði Seðlabankans. Opinberar og erlendar skuldir fara lækkandi, meðal annars þökk sé aðhaldsaðgerðum og skrefum í átt að greiðslujöfnuði. Að draga úr atvinnuleysi, sem er enn of mikið, er helsta áskorunin.“

Tilkynningu sendinefndar AGS má lesa í heild sinni hér: http://www.imf.org/external/np/sec/pr/2011/pr1139.htm


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta