Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra heimsækir Litháen í tilefni ártíðar sjálfstæðisviðurkenningar

IMG_8268
IMG_8268

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er staddur í Vilníus í boði litháískra stjórnvalda í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti samhljóða að viðurkenna sjálfstæði Litháen hinn 11. febrúar árið 1991. Hann átti í dag fundi með Daliu Grybauskaite, forseta Litháen, og Audronius Azubalis, utanríkisráðherra.

Á fundunum var rætt um samskipti ríkjanna, bæði innan ramma samstarfs Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og á evrópskum vettvangi. Kom skýrt fram að Litháen styður umsókn Íslands um aðild að ESB og er reiðubúið að aðstoða íslensk stjórnvöld í samningaferlinu framundan. Litháar hafa ítrekað sýnt að þeir hafa ekki gleymt viðurkenningu Íslands á sjálfstæði landsins og afhenti utanríkisráðherra Litháen sérstakt þakkarbréf þar sem stuðnings Íslands er minnst.

Utanríkisráðherra ávarpaði einnig ráðstefnu um leið Litháen til sjálfstæðis sem haldin var í litháíska þinginu í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann upp aðdraganda þess að Ísland, fyrst ríkja, viðurkenndi að sjálfstæðisyfirlýsing Litháen frá árinu 1922 væri í fullu gildi og lýsti því yfir að stofnaði yrði til stjórnmálasambands milli ríkjanna. Þessi viðurkenning Íslands varð til að brjóta ísinn og ríki heims fylgdu í kjölfarið á næstu mánuðum og viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja. Utanríkisráðherra hefur verið vel tekið í Vilníus, m.a. með standandi lófataki að loknu ávarpinu í litháíska þinginu

Utanríkisráðherra hitti einnig Vytautas Landbergis, fyrsta forseta Litháens, sem lék lykilhlutverk í sjálfstæðisbaráttu landsins á árunum árin 1990-1991. Á morgun mun utanríkisráðherra afhjúpa minniskjöld í miðborg Litháen um viðurkenningu Íslands hinn 11. febrúar árið 1991.

Ræða utanríkisráðherra á ráðstefnu í litháíska þinginu (á ensku)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta