Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Össur fundar með utanríkisráðherra Póllands í Varsjá

Sikorski og ÖS
Sikorski og ÖS

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, í Varsjá. Pólverjar munu taka við formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins 1. júlí nk. og er gert ráð fyrir að allnokkrir kaflar í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verði opnaðir í formennskutíð Pólverja.

Ráðherrarnir ræddu gang aðildarviðræðnanna, sem Sikorski lýsti fullum stuðningi við. Utanríkisráðherra óskaði eftir stuðningi Pólverja við nauðsynlegar lausnir þegar kemur að því að semja um sjávarútveg. Þá ræddu Össur og Sikorski samskipti ríkjanna en rík tengsl eru þar á milli, ekki síst mikilvægt framlag hins öfluga og trausta samfélags 12.000 Pólverja sem búa á Íslandi. Utanríkisráðherra þakkaði hinum pólska starfsbróður sínum margháttaðan stuðning Pólverja, m.a. lán þeirra til Íslendinga í nóvember 2008.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta