Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Flugumýrarbrenna og Örlygsstaðabardagi koma við sögu í uppbyggingu ferðaþjónustu í Skagafirði.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Á tímum þegar sögutengd ferðaþjónusta nýtur stöðugt meiri vinsælda þá er ekki ónýtt að búa á sjálfri  „Sögueyjunni“. Hér riðu hetjur um héruð og sögur af þeim hafa lifað með okkur í Íslands þúsund ár.  

Sturlungaöldin var tími mikilla átaka sem greint er frá í Sturlungu. Skagafjörður var mikilla atburða og nú hafa verið stofnuð félagasamtökin Á STURLUNGASLÓÐ Í SKAGAFIRÐI         og að þeim standa aðilar í ferðaþjónustu í Skagafirði, stofnunum, fulltrúum frá Byggðasafni Skagfirðinga, Fonleifavernd Norðurlands vestra, Hólaskóla  auk áhugasamra einstaklinga. Og það vantar hvorki dugnaðinn né hugmyndirnar!

Það er magnað að rifja upp söguna á vettvangi atburða og þeir sem fara Sturlungaslóðina ættu tvímælalaust að ganga um land Örlygsstaða og fræðast um sjálfan Örlygsstaðabardaga 1238, gefa sér tíma til arka um grundirnar neðan við Haugsnes og skoða eitt stærsta útilistaverk á Íslandi en það er til minningar um mannskæðasta bardaga Íslandssögunnar 1246 og er einn steinn fyrir hvern mann sem tók þátt í bardaganum, á Flugumýri er göngustígur upp á Virkishól en þar reisti Kolbeinn ungi virki og sjást merki um hleðsluna og auðvitað liggur leiðin um biskupssetrið gamla á Hólum í Hjaltadal og þar má m.a. fræðast um átök Guðmundar góða Hólabiskups og Kolbeins Tumasonar höfðingja Ásbirninga.  

Unnið hefur verið mikið starf í að leggja göngustíga og koma upp merkingum á Sturlungaslóð, árlega er haldinn sögudagur og alla laugardaga yfir sumartímann hafa verið ferðir með leiðsögn. Þá er gaman að geta þess að  Bryndís Björgvinsdóttir myndlistamaður er að hanna litabók fyrir börn með myndum og stuttum textum til fræðslu undir þeim. Einnig hafa verið smíðuð „trévopn“ fyrir börn sem notuð eru í barnadagskránni á sögudeginum. Þá eru uppi hugmyndir að að semja leikþátt sem væri fluttur bæði á íslensku og ensku. Það yrði innlegg til að opna Sturlungaslóðina fyrir erlendum ferðamönnum en markhópurinn hefur hingað til verið Íslendingar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta