Alþingi hefur lokið umfjöllun sinni um Icesave
Alþingi lauk í dag umfjöllun sinni um frumvarp fjármálaráðherra um heimild til að staðfesta nýjan samning vegna Icesave. Niðurstaðan varð sú að aukinn meirihluti, ríflega 2/3 hlutar þingmanna, samþykktu nýja samninginn. Alls greiddu 44 þingmenn atkvæði með samningnum, 16 þingmenn greiddu gegn honum og þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Lögin ganga nú til forseta Íslands til staðfestingar.
" Þessi niðurstaða, að svona sterkur meirihluti samþykki samninginn, er mikilvæg og vonandi sér nú senn fyrir endann á þessu erfiða máli. Lausn þess mun tvímælalaust hafa jákvæð áhrif á stöðu landsins og greiða götu þess að við komumst í eðlileg samskipti við umheiminn og þar með endurreisnar í efnahagsmálum " sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að atkvæðagreiðslu lokinni.