Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Sigríður og Haukur hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni vinna við að festa vængi á góðar hugmyndir!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Nú er gullið tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki með snjallar hugmyndir að gera hosur sínar grænar fyrir Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni því að tveir íslenskir starfsmenn hennar, þau Sigríður Þormóðsdóttir og Haukur Stefánsson eru þessa dagana á Íslandi til að kynna sér það sem hér er efst á baugi. 

Norræna nýsköpunarmiðstöðin gegnir veigamiklu hlutverki í að efla nýsköpun á Norðurlöndunum með því að styrkja góðar hugmyndir, efla tengsl og brjóta niður hindranir. Fjölmörg íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa hlotið styrki nýsköpunarmiðstöðvarinnar í gegnum tíðina. 

Norræna nýsköpunarmiðstöðin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og árlega styrkir hún verkefni fyrir rúmlega 1,2 milljarða IKR. Nýsköpunarmiðstöðin leggur áherslu á verkefni þar sem atvinnulífið og fyrirtæki eru virkir þátttakendur. Hægt er að sækja um verkefni til nýsköpunarmiðstöðvarinnar árið um kring en eins er auglýst sérstaklega eftir verkefnum. 

Sigríður og Haukur taka glöð við fyrirspurnum – netföng þeirra eru

[email protected] og [email protected]  

Heimasíða Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar   www.nordicinnovation.net

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta