Matorka ætlar að auka fiskeldi á Íslandi um 60% í fyrsta áfanga ... þetta kemur allt með heita vatninu!
Nýting lághita jarðvarma til hlývatnseldis er lykillinn að áformum Matorku ehf. www.matorka.is
Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að í fyrsta þrepi verði byggð upp 3.000 tonna eldisstöð, en í dag er fiskeldi á Íslandi í heild um 5.000 tonn á ári. Sem dæmi um framtíðarmöguleika Íslands má nefna að heildarframleiðsla fiskeldis í Danmörku er um 50 þúsund tonn og í Noregi um milljón tonn á ári. Það er því eftir miklu að slægjast!
Fulltrúar Matorku í félagi við kanadíska samstarfsaðila hafa gert víðreist um heiminn til að kanna fiskeldi og það er niðurstaðan að hér á landi séu aðstæður einstakar sökum jarðvarmans. Ræktun á Íslandi sé einstaklega hagkvæm, sjúkdómahættalítil og aðgangur að mörkuðum beggja vegna Atlantshafs góður. Ætlunin er að rækta nokkrar gerðir fiska í hlývatnseldi, m.a. vatnakarfa sem mikil eftirspurn er eftir.
Uppbyggingu fiskeldisins fylgja fjölmörg afleidd tækifæri, s.s. í framleiðslu á fóðri og fóðurhráefnum, nýtingu næringarríks affallsvatns til gróðurræktunar, fullvinnslu afurða og svona mætti lengi telja.