Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Forseti Íslands synjar frumvarpi um Icesave

Forseti Íslands hefur í dag synjað að staðfesta frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra um að ganga frá samningum um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda til breska og hollenskra ríkisins, svokallaða Icesave-samninga. Hinn 16. febrúar sl. samþykkti Alþingi lagafrumvarpið með miklum meirihluta; 44 atkvæðum af 63 mögulegum.

Ríkisstjórn Íslands mun í framhaldinu, líkt og stjórnarskrá kveður á um, efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðargildi laganna svo fljótt sem við er komið. Reiknað er með að íslensk, bresk og hollensk stjórnvöld eigi samskipti vegna stöðu málsins á allra næstu dögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta