Forseti Íslands synjar frumvarpi um Icesave
Forseti Íslands hefur í dag synjað að staðfesta frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra um að ganga frá samningum um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda til breska og hollenskra ríkisins, svokallaða Icesave-samninga. Hinn 16. febrúar sl. samþykkti Alþingi lagafrumvarpið með miklum meirihluta; 44 atkvæðum af 63 mögulegum.
Ríkisstjórn Íslands mun í framhaldinu, líkt og stjórnarskrá kveður á um, efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðargildi laganna svo fljótt sem við er komið. Reiknað er með að íslensk, bresk og hollensk stjórnvöld eigi samskipti vegna stöðu málsins á allra næstu dögum.