Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Kaka ársins 2011 – er hægt að hugsa sér það betra!

Ráðherra afhent kaka ársins 2011
Ráðherra afhent kaka ársins 2011

Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins að þessu sinni.  Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og vistmenn á Hrafnistu geta staðfest að hann er vel að sigrinum kominn en sigurkakan var frumsýnd, kannski er réttara að segja frumsmökkuð, í heljarinnar kökupartýi á Hrafnistu. Kakan er samsett úr mörgum lögum þar sem skiptast á franskur kexbotn, skyrfrauð, hindberjamauk og möndlubotn. Kakan er síðan hjúpuð með hvítum súkkulaðihjúp og skreytt með makkarónukökum.

Það er Landssamband bakarameistara sem hefur veg og vanda af keppninni um köku ársins.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta