Kolbeinn Marteinsson er nýr aðstoðarmaður iðnaðarráðherra
Kolbeinn Marteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og tekur hann við af Arnari Guðmundssyni.
Kolbeinn lauk BA námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og Meistaragráðu í almannatengslum frá University of Stirling árið 2004.
Kolbeinn hefur undanfarin ár unnið við markaðs- og kynningarmál hjá Skaparanum auglýsingastofu.
Kolbeinn er í sambúð með Hörpu Katrínu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn.