Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Landið er fagurt og frítt – og úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum er ætlað að tryggja að svo verði áfram

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Göngubrú yfir Markarfljót, hjólaleið umhverfis Mývatn og tröppur við Seljalandsfoss eru á meðal 28 verkefna sem nýlega fengu styrki  sem Ferðamálastofa veitir og ætlaðir eru til úrbóta á ferðamannastöðum á árinu 2011. Alls nema styrkirnir um 33 milljónum en auk þeirra voru settir fjármunir viðbragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kunna að skapast á komandi sumri.

Meðaltal styrkupphæða er heldur hærra en verið hefur undanfarin ár. Hæsta styrkinn, 6 milljónir króna vegna tveggja verkefna, fékk félagið Vinir Þórsmerkur vegna hönnunar göngubrúa yfir Markarfljót og viðhald göngustíga í Goðalandi.

Ferðamálastofa hefur úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum árlega frá árinu 1995. Á þessum 17 árum hafa verið veittar yfir 700 milljónir til framkvæmda við 300 staði á landinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta