Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Nefnd um erlenda fjárfestingu skilar áliti um kaup á rafmagnsframleiðslustöð OH ehf.

Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur skilað ráðherra áliti vegna kaupa GGL (Global Geothermal Limited) á rafmagnsframleiðslustöð OH ehf. (Orkuveitu Húsavíkur). Mat nefndarinnar er að kaupin gangi ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu.

Í tilkynningu frá OH ehf. kemur fram að GGL muni annast viðgerðir og endurbætur með svokallaðri Kalinatækni á rafmagnsframleiðslustöðinni. GGL er félag með heimilisfestu og starfsemi í Bretlandi. Félagið er í meirihlutaeigu ástralsks félags sem heitir Wasabi Energy Limited. Tilgangur félagsins er m.a. að framleiða orku úr jarðvarma með Kalinatækni sem félagið hefur einkaleyfi fyrir.

Álit nefndar um erlenda fjárfestingu um kaup á rafmagnsframleiðslustöð OH ehf

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta