Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fordæmir framferði líbískra stjórnvalda harkalega

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmdi harkalega framferði líbískra stjórnvalda gagnvart óbreyttum borgurum þar í landi, úr ræðustól Alþingis í dag. Ráðherra sagði að bylgja frelsis færi nú yfir mörg ríki í Norður-Afríku og nálæg lönd og það hefði verið jákvætt að sjá fólk taka höndum saman og þá ekki síður stillingu stjórnvalda. Það ætti þó ekki við um Líbíu en ef fregnir væru réttar væri ljóst að þau hefðu staðið fyrir morðum á óbreyttum borgunum og að íslensk stjórnvöld fordæmdu það harkalega. Ríkisstjórnin væri reiðubúin að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo að vilji fólksins næði fram að ganga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta