Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný yfirlitsskrá Íslands vegna vinnu við heimsminjasamning UNESCO

Í byrjun febrúar 2011 afhenti mennta- og menningarmálaráðuneytið heimsminjaskrifstofu UNESCO nýja yfirlitsskrá Íslands í tengslum við samning UNESCO um verndun menningar- og náttúruminja heims frá árinu 1972.

Í byrjun febrúar 2011 afhenti mennta- og menningarmálaráðuneytið heimsminjaskrifstofu UNESCO nýja yfirlitsskrá Íslands í tengslum við samning UNESCO um verndun menningar- og náttúruminja heims frá árinu 1972.

Skv. 11. gr. heimsminjasamningsins gera aðildarríkin „yfirlitsskrá yfir þau verðmæti á yfirrráðasvæði sínu sem tilheyra menningar- eða náttúruarfleifðinni og sem eiga heima í heimsminjaskránni.“ Hér er einungis um að ræða lista yfir staði, sem viðkomandi ríki mun hugsanlega tilnefna á næstu árum, en ekki tilnefningar á heimsminjaskrá UNESCO.

Eftirfarandi staðir eru nú á yfirlitsskrá Íslands:

Náttúru- og menningarminjar:

  • Breiðafjörður

Náttúruminjar:

  • Þingvallaþjóðgarður
  • Vatnajökulsþjóðgarður
  • Mývatn og Laxá

Menningarminjar:

  • Íslenskir torfbæir - raðtilnefning 14 torfhúsa
  • Minjar frá víkingatíma - alþjóðleg raðtilnefning með þátttöku sex ríkja undir forystu Íslands.

Nánari upplýsingar um heimsminjasamninginn er að finna á heimasíðunni www.heimsminjar.is eða www.worldheritage.is.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta