Opnir málfundir um vísinda- og nýsköpunarkerfið
Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og nýsköpunarkerfið á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfirskriftinni; „Með gæði og ávinning að leiðarljósi.“
Hér að neðan eru upplýsingar um dagsetningar og efni málfunda Vísinda- og tækniráðs. Hægt er að nálgast dagskrá fundanna og kynningar með því að smella á heiti þeirra:
Miðvikudagur 16. febrúar kl. 15-17 í hátíðarsal Háskóla Íslands
Hvers konar vísinda- og nýsköpunarkerfi þjónar Íslendingum best á 21. öldinni?
Miðvikudagur 2. mars kl. 15-17 í Háskólanum í Reykjavík
Hvernig útdeilum við opinberu fé til vísinda og nýsköpunar í því skyni að hámarka ávinning?
Miðvikudagur 30. mars kl. 15-17
Slá menntakerfið, háskólar og rannsóknastofnanir taktinn með atvinnulífinu?
Miðvikudagur 13. apríl kl. 15-17
Þekkingaryfirfærsla - stíflur eða opnar gáttir?