Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Hönnunarstefnu Íslands er ætlað að auka samkeppnishæfni landsins

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Iðnaðarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið í félagi við Hönnunarmiðstöð Íslands eru að ýta úr vör vinnu við að móta hönnunarstefnu fyrir Ísland. Takmarkið er að auka vægi hönnunar í allri vöruhugsun, vöruþróun og framleiðslu með það að augnamiði að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja.

Áskorunin snýst um það hvernig við getum gert hönnun að ómissandi hluta af gangverki fyrirtækja og að hönnun sé samtvinnuð og samansúrruð inn í hugsun þeirra og áætlanir. Ekki smartheitanna vegna. Heldur til að auka verðmæti vörunnar.

Fjölmörg lönd hafa mótaða hönnunarstefnu og má í því sambandi nefna Danmörk – en þarlendir líta á hönnun sem einn af lykilþáttum í því að gefa dönskum vörum samkeppnisforskot.

Opinn hádegisfundur um mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland verður haldinn í Tjarnarbíói föstudaginn 25. febrúar kl. 12:00-13:30 og eru allir boðnir velkomnir.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta