Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2011 Matvælaráðuneytið

Sænskir þingmenn heimsækja ráðuneytið og ræða ESB mál

Sænsk evrópunefnd í heimsókn-feb-2011
Sænsk evrópunefnd í heimsókn-feb-2011

 

Nr. 7/2011

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti í gær viðtöku evrópunefnd sænska ríkisdagsins. Þingmennirnir sem eru hér í stuttri heimsókn ásamt fjárlaganefnd ræddu m.a. um aðildarumsókn Íslands að ESB. Hinir sænsku gestir lögðu áherslu á að Ísland væri velkomið í Evrópusambandið.  Jón Bjarnason gerði nefndinni grein fyrir aðildarumsókn Íslands og þeim skilyrðum sem samninganefnd Íslands eru sett af Alþingi og hvernig um þau væri fjallað í aðildarviðræðum. Þá greindi hann frá sinni afstöðu og afstöðu síns flokks til ESB aðildar og gat þess að aðeins einn flokkur á Alþingi hefði aðild að ESB á stefnuskrá sinni. Nokkrar umræður spunnust um hagsmuni landbúnaðar og sjávarútvegs í þessu sambandi og sérstöðu Íslands m.a. með tilliti til fæðuöryggis og byggðamála. Sænsku þingmennirnir spurðu meðal annars hvort eðlilegt hefði verið að taka við umsókn á þeim forsendum sem hér væri lýst. Jón Bjarnason benti á að ákvörðun um það væri alfarið Evrópusambandsins og ganga yrði út frá því að þar hafi menn kynnt sér þær pólitísku forsendur sem liggja að baki umsókn Íslendinga.

Sænsk evrópunefnd í heimsókn-II-feb-2011

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta