Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2011 Dómsmálaráðuneytið

Hæfnisnefnd til að fjalla um umsækjendur um embætti ríkissaksóknara

Innanríkisráðherra hefur skipað hæfnisnefnd vegna undirbúnings skipunar í embætti ríkissaksóknara.

Hæfnisnefndin skal vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embætti ríkissaksóknara og skila honum rökstuddu og skriflegu mati á hæfni umsækjenda. Umsóknarfrestur um embætti ríkissaksóknara rennur út þann 28. febrúar nk.

Í nefndinni eru Hjördís Björk Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Guðrún Agnarsdóttir læknir, Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómari, Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari og Valur Ingimundarson prófessor.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta