Hæfnisnefnd til að fjalla um umsækjendur um embætti ríkissaksóknara
Innanríkisráðherra hefur skipað hæfnisnefnd vegna undirbúnings skipunar í embætti ríkissaksóknara.
Hæfnisnefndin skal vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embætti ríkissaksóknara og skila honum rökstuddu og skriflegu mati á hæfni umsækjenda. Umsóknarfrestur um embætti ríkissaksóknara rennur út þann 28. febrúar nk.
Í nefndinni eru Hjördís Björk Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Guðrún Agnarsdóttir læknir, Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómari, Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari og Valur Ingimundarson prófessor.