Mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland
Iðnaðarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið í félagi við Hönnunarmiðstöð Íslands héldu opin fund þann 25. febrúar þar sem ýtt var úr vör vinnu við að móta hönnunarstefnu fyrir Ísland. Takmarkið er að auka vægi hönnunar í allri vöruhugsun, vöruþróun og framleiðslu með það að augnamiði að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja.
Drög að framkvæmdaáætlun um mótun Hönnunarstefnu Íslands verða til umsagnar til 4. mars 2010, umsagnir skal senda á [email protected].