Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2011 Dómsmálaráðuneytið

Nýskipan rannsókna og saksóknar fjármuna- og efnahagsbrota

Innanríkisráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórninni áform sín um sameiningu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans og embættis sérstaks saksóknara. Er þessi sameining liður í undirbúningi að frekari nýskipan á rannsókn og saksókn fjármuna- og efnahagsbrota.

Ögmundur Jónasson kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í dag er rannsóknum og ákærumeðferð fjármuna- og efnahagsbrota sinnt hjá mörgum stofnunum. Þykir núverandi skipan flókin, ógegnsæ og ónákvæm auk þess sem mikil hætta er á tvíverknaði. Efnhags- og fjármunabrot sæta nú rannsókn og ákærumeðferð að einhverju eða öllu leyti hjá eftirtöldum stofnunum: Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, embætti Sérstaks saksóknara, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Skattrannsóknarstjóra, Tollstjóra, Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og Ríkissaksóknara.

Með sameiningu rannsókna fjármuna- og efnahagsbrota í eina efnahagsbrotarannsóknarstofnun og með einfaldara ferli rannsóknar og málsmeðferðar eykst skilvirkni rannsókna sem stuðlað getur að bættri nýtingu fjármuna og margs konar samlegðaráhrifum. Jafnframt eykst fagleg geta til rannsókna á brotastarfsemi með öflugum þverfaglegum hópi sérfræðinga.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta