Nýtt og byltingarkennt orkustjórnunarkerfi ... straumurinn liggur til ReMakeElectric!
Sprotafyrirtækið ReMake Electric hefur þróað nýtt og byltingarkennt orkustjórnunarkerfi og stefnir á alþjóðlega markaðssetningu á næstu misserum.
Hugmyndin varðar nýja kynslóð rafmagnsskynjara sem nefnist Rafskynjari en honum er smellt á hefðbundin rafmagnsöryggi. Rafskynjarinn sýnir með lituðum ljósadíóðum rauntíma vísun í stöðu rafmagnsálags ásamt hljóðviðvörun vegna yfirálags. Þessar upplýsingar gera notendum kleift að skilja, stjórna og hagræða rafmagnsnotkun sinni til að auka öryggi í rekstri, bæta framleiðni rafmagns og skapa því sparnað með rafmagnsnotkun. Rafskynjarinn getur einnig tengst mælitölvu sem sendir upplýsingar í veflæga orkustjórnunarhugbúnaðinn www.maelir.is. Maelir.is getur tengst tölvukerfum, hússtjórnunarkerfum og brunavarnarkerfum og skapar því möguleika til þess að fyrirbyggja eldsvoða vegna rafmagns með upplýsingum um álag og tilkynningum um óeðlilegt ástandi álags.
ReMake Electric hefur hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og Impru. Þá er gaman að geta þess að fyrirtækið sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2010 ásamt því að sigra í Hugmyndasamkeppni N1 2009 en ReMake komst einnig í úrslit í Global Cleantech Open í Kísildal Kalifoníu 2010 og Nordic Cleantech Open í Trolleholm í Svíþjóð 2011.