Hoppa yfir valmynd
2. mars 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Aðgangur veittur að gögnum er varða skipulagsmál Flóahrepps

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að minnisblöðum er varða annars vegar ákvörðun ráðherra um að synja skipulagi Flóahrepps staðfestingar og hins vegar ákvörðun um að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.

Eyjan.is og Morgunblaðið hafa óskað eftir aðgangi að lögfræðilegum álitsgerðum og minnisblöðum sem tengjast málinu. Tvö skjöl falla undir beiðni áðurnefndra fjölmiðla, en með vísan til 2. og 3. töluliðar 4. greinar upplýsingalaga nr. 50/1996 er ráðuneytinu ekki skylt að veita aðgang að þeim. Umhverfisráðherra hefur hins vegar ákveðið í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um opna og gagnsæja stjórnsýslu, að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að minnisblöðum ráðuneytisins er varða ákvarðanir ráðherra, annars vegar um synjun aðalskipulags Flóahrepps og hins vegar um áfrýjun dóms Héraðsdóms Reykjavíkur.

Meðfylgjandi er listi yfir þau skjöl er málið varðar:

  1. Gögn er varða undirbúning ákvörðunar umhverfisráðherra um að synja staðfestingu aðalskipulags Flóahrepps:
    a) Minnisblað umhverfisráðuneytisins um aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 frá 24. nóvember 2009. (Pdf-skjal).
    b) Áður birtur úrskurður samgönguráðuneytisins frá 31. ágúst 2009 í máli Ölhóls ehf. gegn sveitarstjórn Flóahrepps. (Vefhlekkur).
    c) Áður birt álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5434/2008. (Vefhlekkur).
  2. Ákvörðun ráðherra um að synja staðfestingar þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðaði Urriðafossvirkjun frá 29. janúar 2010. (Pdf-skjal).
  3. Gögn er varða umfjöllun um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og ákvörðun umhverfisráðherra um að áfrýja málinu til Hæstaréttar:
    a) Minnisblað umhverfisráðuneytisins um dóm í máli Flóahrepps gegn íslenska ríkinu 17. september 2010 frá 17. september 2010. (Pdf-skjal).
    b) Minnisblað Hjalta Steinþórssonar hrl. frá 20. september 2010. (Pdf-skjal).
    c) Minnisblað umhverfisráðuneytisins vegna fundar með fulltrúa ríkislögmanns frá 29. september 2010. (Pdf-skjal).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta