Hoppa yfir valmynd
2. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Tveir starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar til liðs við iðnaðarráðuneytið.

Þau eru mörg og brýn verkefnin sem iðnaðarráðuneytið er að vinna að þessa dagana sem lúta að atvinnumálum, nýsköpun, orkumálum og málefnum ferðaþjónustunnar. Til að auka slagkraft ráðuneytisins munu tveir starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hafa tímabundin vistaskipti og ganga til liðs við iðnaðarráðuneytið.

Elvar Knútur Valsson mun starfa á skrifstofu nýsköpunar og þróunar og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir mun starfa á skrifstofu ferðamála en verður með aðsetur á Nýsköpunarmiðstöðinni á Ísafirði. Bæði eru þau sérfræðingar í stefnumótun og verkefnisstjórnum með víðtæka þekkingu á stoðkerfi atvinnulífsins.

Ráðuneytið býður þau Elvar og Sigríði velkomin til starfa.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta