Vel heppnuð ráðstefna Lifandi auðlindir hafsins
Á annað hundrað manns mætti á vel heppnaða ráðstefnuna Lifandi auðlindir hafsins sem haldin var á Hótel Loftleiðum síðastliðinn föstudag. Ráðstefnuhaldarar voru Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Þrettán fyrirlesarar fjölluðu um efnið en þeirra á meðal voru Steven Murawsky sem hefur komið að mótun langtíma fiskveiðistefnu Bandaríkjanna og daninn Paul Dengbol frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu.