Flutningar hjá innanríkisráðuneytinu
Um helgina flyst starfsemi innanríkisráðuneytisins frá Hafnarhúsinu að Sölvhólsgötu í Reykjavík. Beðist velvirðingar á þeirri truflun sem verða kann í dag og fram eftir á mánudag vegna þessa. Þeir sem þurfa að ná í starfsmenn í Hafnarhúsi geta komið skilaboðum áleiðis í gegnum afgreiðslu ráðuneytisins í Skuggasundi í síma 545 9000.
Starfsmenn ráðuneytisins sem haft hafa aðsetur í Hafnarhúsinu um árabil flytjast nú í framtíðarhúsnæði ráðuneytisins við Sölvhólsgötu 7. Um næstu mánaðamót bætast síðan við þeir starfsmenn sem hafa verið í húsnæði ráðuneytisins við Skuggasund og verður þá öll starfsemi innanríkisráðuneytisins undir sama þaki.
Vegna undirbúnings flutninganna í dag, föstudag, má búast við nokkurri truflun á starfsemi ráðuneytisins í Hafnarhúsinu. Starfsmenn eru að ganga frá búnaði, tækjum og tölvum sem flytja á um helgina. Á sama hátt má búast við því eftir helgina að starfsemin í nýja húsnæðinu verði ekki komin í fullan gang fyrr en líður á mánudaginn 7. mars.
Ítrekað skal að afgreiðsla ráðuneytisins í Skuggasundi og símsvörun verða óbreytt og verður svo út mánuðinn. Síminn er 545 9000.