Gæðastefna iðnaðarráðuneytisins er gæðaskjal
Eitt af því sem rannsóknarskýrslan sem kom út í kjölfar hrunsins leiddi í ljós var að þörf er á agaðri vinnubrögðum innan stjórnkerfisins. Starfshópur innan ráðuneytisins hefur nú um allnokkurt skeið unnið að innleiðingu gæðakerfis fyrir iðnaðarráðuneytið og hillir nú undir lok undirbúningsstarfsins.
Gæðakerfið samanstendur af nokkrum gæðaskjölum og var fyrsta gæðaskjalið gefið út í dag. Fyrsta skjalið er gæðastefnan sem allir starfsmenn tóku þátt í að móta. Samhliða því fór fram formleg undirritun hennar en þá rituðu allir starfsmenn iðnaðarráðuneytisins nafn sitt undir skjalið.
Innleiðing gæðakerfisins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum og verður ein verklagsregla innleidd í einu. Byrjað verður á að gefa út verklagsreglur sem eru sameiginleg ráðuneytinu öllu ásamt skjölum þjónustusviðs og síðan fyrir skrifstofur ráðuneytisins í framhaldi af því.