Hoppa yfir valmynd
4. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Hinn dæmigerði erlendi ferðamaður eru rúmlega fertug bresk hjón sem koma barnlaus í frí í ágúst og gista í 10 nætur

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Ferðamálastofa var að gefa út bækling með alls kyns tölfræði um íslenska ferðaþjónustu og ferðamennina sem sækja Ísland heim, bæði innlenda og útlenda. Með hæfilegri einföldun sem felst í því að taka ævinlega hæstu gildin í hverjum flokki má teikna upp mynd af hinum dæmigerða erlenda ferðamanni.

Það eru 43 ára bresk hjón sem koma í frí með flugi til Keflavíkur í ágúst og dvelja hér á landi í 10 daga. Þau koma barnlaus á eigin vegum og leigja sér bílaleigubíl. Það var almennur áhugi á Íslandi og íslenskri náttúru sem dró þau hingað enda vörðu þau góðum tíma í að skoða náttúruna og voru auk þess dugleg að fara í sund og skoða sýningar og söfn. Íslandsferðin uppfyllti vætingar þeirra og það sem var þeim minnistæðast var náttúran og af einstökum stöðum tiltóku þau sérstaklega Bláa lónið, Jökulsárlón og Geysi.

Hinn dæmigerði vetrarferðamaður er hins vegar nokkuð  yngri eða tæplega 39 ára, ferðin hans er fjórum dögum styttri og hann er líklegri til að nota þjónustu hópferðabíla en leigja sér bíl.

Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að glöggva sig Ferðaþjónustu á Íslandi í tölum – ferðaþjónustan er jú ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar.

Sökkva sér í tölfræði

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta