Verkefnisstjórar á Suðurnesjum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður verkefnisstjóra.
Verkefnisstjórar á Suðurnesjum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður verkefnisstjóra. Um er að ræða tímabundið verkefni til tveggja ára um eflingu menntunar á Suðurnesjum í sveitarfélögunum Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélaginu Garði og Sveitarfélaginu Vogum. Verkefnisstjórarnir munu starfa undir stjórn stýrihóps um menntun á Suðurnesjum og vinna í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu. Starfsstöð verkefnisstjóranna verður á Suðurnesjum og æskilegt er að þeir séu búsettir á svæðinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku og hæfileiki til að koma frá sér efni í töluðu og rituðu máli.
Miðað er við að annar verkefnastjórinn hafi reynslu af atvinnulífi og starfsmenntun en hinn haldgóða þekkingu og reynslu á skólastarfi í framhaldsskólum og innan fullorðinsfræðslu.
Helstu verkefni
- Þátttaka í stefnumótunarvinnu og gerð framkvæmdaáætlunar vegna eflingar menntunar á Suðurnesjum.
- Kortlagning styrkleika og úrræða á starfssvæðinu.
- Samstarf við sveitarfélög, stofnanir, aðila vinnumarkaðarins og félagasamtök um að efla menntunarúrræði, samhæfa þau og auðvelda aðgengi íbúa að þeim.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti með tölvupósti á netfangið [email protected].
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Um launakjör fer eftir kjarasamningum fjármálaráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins eða Félags starfsmanna Stjórnarráðsins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eða á netfangið [email protected] eigi síðar en 25. mars nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 4. mars 2011.