Hoppa yfir valmynd
7. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Nox Medical sefur ekki á verðinum ... enda náð afburða góðum árangri í þróun og framleiðslu á svefngreiningartækjum.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Fátt er manninum mikilvægara en góður nætursvefn. Nox Medical hefur um árabil þróað og framleitt tækjabúnað, hugbúnað og skynjara til greininga á svefnröskunum og náð mjög góðum árangri á helstu mörkuðum. Flest eigum við það sameiginlegt að sofa best í eigin rúmi og því er það ákjósanlegt ef þarf að gera svefngreiningu að mælingin sé framkvæmd heima hjá viðkomandi. Nox Medical fékk nýlega styrk frá Tækniþróunarsjóði til þróunar á nýrri kynslóð svefngreiningartækja til notkunar í heimahúsum. Tækin verða þráðlaus og skynjararnir með afbrigðum næmir og miðar þetta að því að auka þægindi sjúklinganna og gera mælingar í heimahúsum öruggari og hagkvæmari en þær eru í dag.

Nox Medical hefur frá árinu 2006 þróað búnað til greininga á öndunartengdum svefnröskunum (ÖTS). Ef um annars konar svefnröskun er að ræða en ÖTS þarf að bæta við mælingu á vöðva-, hjarta-, augn- og heilariti með það að markmiði að framkvæma svefnskráningu sem gerir notanda kleift að greina svefnstig sjúklings, þ.m.t. djúpsvefn og draumsvefn. Það er því margflókinn tækjabúnaður sem þarf til svefnskráningar og hætt við að hann raski svefnrónni sé hann ekki rétt hannaður.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta