Hoppa yfir valmynd
9. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Ísland er landið ... og Tröllaskagi er vettvangurinn fyrir þyrluskíðaferðir.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Klængshóll í Skíðadal er kannski ekki þekktasti skíðastaðurinn meðal Íslendinga en út um allan heim er fólk sem á sér svellkalda drauma um þyrluskíðaferð á Tröllaskaganum. Ríkulega myndskreyttar lofgreinar um skíðaferðir á Tröllaskaga hafa birst í öllum helstu fjallaskíðatímaritum og á YouTube hefur Arctic Heli Skiing myndbandið slegið í gegn. Það er fyrirtækið Bergmenn/ Arctic Heli Skiing sem hefur í áratug byggt upp einstaka aðstöðu á Klængshóli og nú er verið að leggja lokahönd á baðhúsið „Klængshóll Spa“ sem er í raun endursköpun á gamla fjósinu.

Tröllaskaginn hefur allt að bjóða fyrir fjallaskíðamennsku og fyrir tilstuðlan þyrlunnar opnast gríðarlega umfangsmikið svæði beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, allt frá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla.

Besti tíminn fyrir skíðamennsku af þessu tagi er í apríl og maí þegar dag er tekið að lengja og snjóalögin eins og best verður á kosið. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur í miðnætursól er víst upplifun sem á sér fáar líkar.

Á næstunni er von á einu helsta fyrirtækinu í skíðakvikmyndabransanum, Teton Gravity Research, til að taka upp næstu kvikmynd fyrirtækisins. Þetta er risavaxinn landkynning og mun bera hróður Íslands sem vetrarferðalands um allan heim. Boltin er byrjaður að rúlla.

Þess má geta að fyrirtækið naut stuðnings m.a. Inspired by Iceland, Icelandair, Flugfélags Íslands og Akureyrarbæjar og fleiri aðila til að gera þessa heimsókn að veruleika.

Sjáðu myndbandið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta